Svalbarðsá

Svalbarðsá
Svalbarðsá er dragá sem hefur upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Vatnasvið hennar er 350 ferkm. Meðalveiði síðustu 10 ára er hátt í 400 laxar, mest 758 laxar árið 2015. Leyfð er veiði á tveimur til þremur stangir eftir tímabilum. Hægt er að keyra að flestum hyljum á neðstu tveimur svæðunum en ganga verður upp á þriðja og efsta svæðið. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxanna og ekki óalgengt að 60% veiddra laxa flokkist sem stórlax.
Eftir að ekið er í austur yfir brúna að Svalbarðsá er afleggjari til hægri, þar er skilti sem sýnir staðsetningu veiðihúss (afleggjari að Svalbarði).

Veiðihús
Veiðihúsið er 110 m² að stærð með fjórum herbergjum, öllum með sturtu og klósetti. Uppábúið og þrif er gegn vægu gjaldi . Gott gasgrill er við húsið. Veiðimenn mega koma í veiðihús klukkustund áður en veiði hefst og þurfa að rýma veiðihúsinu ekki síðar en klukkustund eftir að veiði lýkur á brottfarardegi.


Information
-
Stangir2-3
-
Fjarlægð frá Reykjavik580 km
-
LeiðarvísirDirections
-
StaðsetningLanganes
-
Tímabil26.June - 20.September
-
Besti tímiJuly/August
-
LeiðsögumennÍ boði sé þess óskað
-
ÞjónustaÍ boði sé þess óskað
-
VeiðihúsSjálfsmenska
-
Leyfilegt AgnFluga
-
10ára meðaltal390 Laxar
-
KvótiVeiða & sleppt
-
VeiðikortSvalbardsa MAP
-
UpplýsingarPre-travel