• Jtnabrarfoss Mynd John Sherman
 • Web3
 • Web3

Veiðifélagið Hreggnasi:

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á stangaveiði og útivist. Innan vébanda félagsins eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Í veiðihúsum okkar er mikil áhersla lögð á að gestum líði vel í fyrsta flokks aðbúnaði.

Veiðisvæði


Laxá í Kjós

Laxá í Kjós hefur um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði.

Grímsá

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn. Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

Svalbarðsá

Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

Brynjudalsá

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

Hofsá

Þetta margrómaða veiðisvæði Hofsá í Vopnafirði á aðalupptök sín á heiðarsvæði sunnan Fossdals.

Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

Krossá

Umhverfi Krossár er afar fallegt, vaxið kjarri og lyngi, og með útsýni út á Breiðafjörð. Krossá rennur niður Villingadal og er fiskgeng um 12,4 km. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, strengjum og hyljum.

Hafralónsá

Veiðisvæði árinnar er magslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi.

Sjóbirtingsveiði

Laxa in Kjos and Grimsa rivers have a phenomenal run of strong, large sea-trout. Averaging 3 to 5lbs with several fish in the 1–16lbs range they provide fantastic sport. We offer special weeks during the season where we specifically go after sea-trout.

Fréttir


 • Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

  Creation Date Saturday, 07 April 2018, Author Haraldur Eiríksson

  Það hefur verið heldur kalt á sjóbirtingsveiðimönnum í Grímsá í Borgafirði þessa fyrstu daga silungsveiðinnar. Hins vegar hefur kuldinn gert það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki genginn til sjávar og er enn í ferskvatninu. Opnunardagurinn 1.apríl skilaði 12 fiskum á land, þar sem helmingurinn var sjóbirtingur á móti hoplaxi. Dagarnir sem á eftir komu voru hins vegar mjög góðir og sem dæmi fengu veiðimenn sem áttu tvo daga 3-4. apríl 32 sjóbirtinga.

  Ljóst er að talsvert mikið er af fiski undir þetta vorið. Lausir dagar eru í Grímsá og má finna þá í vefsölunni okkar á sanngjörnu verði. Veiði á sjóbirtingi í Laxá í Kjós hefst á morgun, sunnudaginn 8.apríl.

 • Styttist í upphaf tímabilsins

  Creation Date Tuesday, 27 March 2018, Author Haraldur Eiríksson

  Það styttist óðum í upphaf stangaveiðitímabilsins 2018. Hjá Hreggnasa markar 1. apríl upphaf sjóbirtingsveiða í Grímsá í Borgarfirði. Enn eru nokkrum dögum óráðstafað og má finna þá í vefsölunni. Í Laxá í Kjós hefst veiði þann 10. apríl og að venju eru öll veiðileyfi þar seld.

  Við vekjum athygli á því að í vefsölunni okkar má enn finna vegleg veiðileyfi í laxveiðiám okkar. Það er um að gera að skoða hvað er í boði nú eða senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi

Hreggnasi ehf er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu Íslands og starfar samkvæmt lögum þar um. Innan fyrirtækisins er áralöng reynsla við að sinna þörfum stangaveiðimanna.

Verndun og náttúra

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar fólk sem lætur sér annt um umverfi og bráð. Við rekstur veiðisvæða okkar er stuðst við ráðleggingar frá Hafrannsóknastofunun, auk þess sem að sjálfstæðir fiskifræðingar eru fengnir til ráðgjafar. Félagið hefur stutt við verndarsamtök svo sem NASF, Trout & Salmon Association og Atlantic Salmon Trust.

Hafa samband

Til þess að hafa samband við veiðifélagið Hreggnasa er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst á hreggnasi(hjá)hreggnasi.is