Laxá í dölum
Laxá í Dölum
Er ein besta laxveiðiá landsins, og óvíða er meðalveiði hærri þegar horft er á afla á hverja dagsstöng. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdáendur og er eftirsótt meðal veiðimanna.
Í Laxá er veitt á fjórar til sex dagsstangir og allt aðgengi með besta móti. Veiðisvæðið spannar 25 km frá ósi að Sólheimafossi. Því er nokkuð rúmt um veiðimenn bæði við veiðarnar og eins í veiðihúsinu við Þrándargil.
Áin hentar vel þeim sem brúka vilja einhendur við netta, en umfram allt gjöfula laxveiðá sem rennur um söguslóðir Íslendingasagnanna. Laxá er þekkt fyrir gríðarlegar aflahrotur í vætutíð, en nú mun í fyrsta sinn eingöngu vera leyfð fluguveiði í ánni allt sumarið. Veitt er ýmisst í tvo til þrjá daga í senn.
Veiðihúsið
Veiðihúsið við Þrándargil er glæsilegt og rúmgott. Þar eru átta tveggja manna herbergi til afnota fyrir gesti, glæsileg borð- og setustofa auk gufubaðs. Þar er í boði full þjónusta við veiðimenn. Hundahald er ekki leyfilegt í húsinu.
Upplýsingar
-
Stangir4-6
-
Fjarlægð frá Reykjavík
-
LeiðarvísirDirections
-
StaðsetningLaxárdalur
-
Tímabil24.June - 30.September
-
Besti TímiJuly/August/Sept
-
LeiðsögumennÍ boði sé þess óskað
-
VeiðihúsFull þjónusta
-
Leyfilegt agnFluga
-
Meðalveiði (10Ár)950 Laxar
-
VeiðikortLaxa in dolum MAP
-
UpplýsingarPre-travel