• Hofsá í Vopnafirði

  Þetta margrómaða veiðisvæði Hofsá í Vopnafirði á aðalupptök sín á heiðarsvæði sunnan Fossdals.

  Veiðitímabil er frá 25.Júní - 25.September

 • Úlfarsá (Korpa)

  Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og er um 7km löng. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram sem er nær einsdæmi hérlendis

  Veiðitímabil er frá 20.Júní - 20.September

 • Brynjudalsá

  Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

  Veiðitímabil er frá 28.Júní - 28.September.

 • Laxá í Dölum

  Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða Dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

  Veiðitímabilið er frá 1.Júlí - 30.September

 • Grímsá

  Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn,Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

  Veiðitímabil er frá 22.Júní - 28.September

 • Laxá í Kjós

  Laxá í Kjós hefur um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði

  Veiðitímabil er frá 20.Júní - 25.September

 • Svalbarðsá

  Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð.Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

  Veiðitímabil er frá 1.Júlí - 14.September

 • Krossá á Skarðströnd

  Umhverfi Krossár er afar fallegt, vaxið kjarri og lyngi, og með útsýni út á Breiðafjörð. Krossá rennur niður Villingadal og er fiskgeng um 12,4 km. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, strengjum og hyljum.

  Veiðitímabil er frá 1.Júlí - 20.September

Samantekt sumarsins úr Laxá í Dölum

Staðfest lokatala Laxár í Dölum er 1.717 laxar. Aflasælasti veiðistaður árinnar 2016 var Kristnipollur (15) sem skilaði 261 laxa veiði. Þegjandi (7) gaf 227 laxa. Höfðafljót (24) skilaði 167  Höskuldsstaðastrengur (11) 96 löxum og Dönustaðagrjót (26) 85 löxum. Fjölmargir staðir skiluðu svo 60-80 löxum á land og var lax mjög vel dreifður um alla ána. 

Þurrkatímabil stóð yfir í lok ágúst og byrjun september í tæpar tvær vikur. Þetta kom nokkuð niður á veiðinni á þessu tímabili, en þó ekki svo því gríðarlegt magn af laxi var í Laxá í sumar. EIns og áður hefur komið fram var meðalþyngd með allra besta móti, og fjöldamörg ár síðan að svo mikill stórlax var á ferðinni.

 

Veiði lokið

13516667 10154466232999050 939005922897175258 n

Veiði er lokið í ám Hreggnasa, og má segja að veiðisumarið hafi einkennst af öfgum. Mjög góð veiði var í Laxá í Dölum, auk þess sem Svalbarðsá sýndi allar sínar bestu hliðar. Hins vegar voru veiðitölur úr Grímsá í Borgarfirði og Laxá í Kjós með allra versta móti. Staðfest lokatala úr Laxá í Dölum eru 1.711 laxar sem er stórkostleg veiði á aðeins 4-6 dagsstangir. Með þessu er Laxá ein besta laxveiðiá landsins sé horft til veiði á hverja dagsstöng, auk þess sem áin var full af stórlaxi. Svalbarðsá var einnig á mjög góðu róli með á fjórða hundrað laxa, en mikið vatnsveður á síðasta þriðjungi veiðitímans gerðu ána að mestu óveiðandi, og kom það niður á veiðitölum. Mjög hátt hlutfall stórlaxa var þar að venju, sennilegast um 70-80%.

Í Grímsá brugðust smálaxagöngur að mestu sem skilar sér í lokatölu sem losar 600 laxa. Talsvert var af stórlaxi sem setti svip sinn á veiðina í sumar. Hið sama má segja um Laxá í Kjós, en í báðum ánum var ágætis veiði í júnímánuði, eða allt þar til smálaxinn átti að koma inn í veiðina. Í Kjós var einnig talsver af stórum laxi, og segja kunnugir að mun meira hafi verið af laxi í ánni en veiðitölur segja til um en Kjósin losaði einnig 600 laxa veiði. Hins vegar voru aðstæður til veiða í sumar vægast sagt hörmulegar, og sem dæmi rigndi þar ekki um rúmlega tveggja mánaða skeið.

Bókanir í árnar okkar fyrir sumarið 2017 eru hafnar og áhugasamir geta sett sig í samband á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sveitasetur Hreggnasa

Fundir móttökur veislur og aðrar uppákomur. Sveitasetur í rólegu og afslöpuðu umhverfi við Laxá í Kjós til leigu með eða án þjónustu, stutt frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband

Við viljum gjarnan heyra frá þér !

Veiðféagið Hreggnasi ehf
Nóatúni 17 105 Reykjavik
Sími +354 5772230
hreggnasi(hjá)hreggnasi.is