Lýsing
Miðsvæðið er fjögurra stanga svæði í hinni margrómuðu Laxá í Aðaldal. Þar finnur þú bæði Lax og Urriða sem getur orðið mjög vænn.
Svæðið er rúmlega 7 km. langt og er fyrir landi jarðanna Hjarðarhagi,Jarlsstaðir og Tjörn að Vestan og Árbót að Austan. Nær frá Dýjaveitum niður að Merkjapoll að Vestan og frá Breiðeyri niður að Bæjarklöpp að Austan.
Mikil urriðaveiði er á svæðinu og er algengt að veiða fjögurra til sex punda urriða. Laxinn mætir á svæðið uppúr miðjum Júní en svæðið er þó þekktara fyrir síðsumar Laxveiði. Margir af þekktustu stöðum árinnar eru á svæðinu, s.s Dýjaveitur, Breiðeyri, Höskuldsvík, Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur og fleiri.
Veiðihús
Veiðihúsið Vörðuholt fylgir svæðinu. Húsið er hið glæsilegasta með svefnpláss fyrir sex manns. Heitur pottur er á veröndinni. Veiðihúsið er staðsett uppi á hæð með útsýni yfir Laxá, Kverkfjöll og Aðaldalinn sjálfann.