Hafralónsá er vatnsmikil dragá á norð-austur horni landsins – innst í Þistilfirði í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er ein af vatnsmestu ám norðausturlands , laxgeng um það bil 28 kílómetra, með um 55 merkta veiðistaði.
Veiðisvæði árinnar er magslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi.
Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur verið mjög sveiflukennd líkt og í öðrum ám á þessu landsvæði, en gjarnan hefur áin státað af mestri laxgengd laxveiðiánna í Þistilfirði. Við Hafralónsá er ágætt veiðihús með sex tveggja manna herbergjum.
Hafralónsá er að mestu veidd með fjórum dagsstöngum og í neðri hluta árinnar er silungasvæði sem gjarnan gefur vel af bleikju og sjóbirtingi. Sleppiskylda er á laxi í ánni og er þar eingöngu veitt á flugu.