LAXÁ Í KJÓS

Lýsing


Laxá í Kjós og Bugða hafa um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði. Aðgengið að ánni er þægilegt og nægir 4x4 fólksbíll fyllilega til að athafna sig á bökkum Laxár í Kjós og Bugðu.
Í Laxá í Kjós og Bugðu veiddust 1.300 laxar sumarið 2013 og var síðsumarsveiðin í ánni mjög góð eins og mörg undanfarin ár. Báðar árnar eru skemmtilegar fluguveiðiár og flesta veiðistaði er vel hægt að veiða með einhendu.
Í samræmi við breytingar á laxgengd í ár á sunnan- og vestanverðu landinu hefur upphafi veiðitímabilsins verið seinkað og nú hefst veiði í Kjósinni ekki fyrr en 20. júní. Hausttíminn í Laxá og Bugðu er fyrir vikið orðinn mjög álitlegur kostur. Veiðimenn eru beðnir að hafa það hugfast að skylt er að sleppa öllum laxi sem veiðist í Bugðu.
Veiðihús

Veiðimenn gista í hinu glæsilega veiðihúsi við Ásgarð skammt ofan við þjóðveginn. Húsið er reist árið 2006 og er með glæsilegustu veiðihúsum landsins. Þar eru 12 tveggja manna herbergi, öll með útsýni yfir ána og sturtu og salerni. Rúmgóður matsalur er í húsinu með stórbrotnu útsýni yfir ánna og falleg setustofa með arinn.

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 (Vesturlandsvegur) í átt að Hvalfjarðargöngum. Stuttu áður en komið er að göngunum er beygt til hægri og ekið inn Hvalfjörð þar til komið er að brúnni yfir Laxá í Kjós. Ekið er yfir brúna, beygt strax til hægri og ekinn um 1 kílómeter og er þá komið að afleggjara að veiðihúsinu á hægri hönd.

Upplýsingar

 • Tímabil:
  20 June - 25 Sept
 • Lengd
  25km, 80 veiðistaðir.
 • Meðalveiði:
  1040 Laxar (5ár)
 • Stangir
  6-10.
 • Veiðihús
  Full þjónusta
 • Ath:
  Öllum laxi yfir 69cm skal sleppt.

Veiðitölur


laxaikjos

Myndir


JN1Q
JN1Q
Kjosin-
Klingenberg
SVFR-
SVFR-
29Y
29Y
29Y
29Y
29Y
29Y
MG
MG
MG
at-

Staðsetning