Lýsing
Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Vatnasvið hennar er 350 ferkm. Meðalveiði síðustu 5. ára er hátt í 400 laxar laxar, mest 573 laxar árið 2011.
Leyfð er veiði á tvær til þrjár stangir eftir tímabilum. Hægt er að keyra að flestum hyljum á neðstu tveimur svæðunum en ganga verður upp á þriðja og efsta svæðið. Svalbarðsá er sannarlega staður Stórlaxana og ekki óalgengt að 70% veiddra laxa flokkist sem stórlax.
Nýtt og glæsilegt veiðihús var reist árið 2006. Hið nýja veiðihús er 110 m2 að stærð með fjórum herbergjum, öllum með sturtu og klósetti. Sængur og koddar eru í húsinu en veiðimenn taka með sér sængurföt og allar hreinlætisvörur. Gott gasgrill er við húsið.
Veiðimenn mega koma í veiðihús klukkustund áður en veiði hefst og þurfa að rýma veiðihúsið eigi síðar en klukkustund eftir að veiði lýkur á brottfarardegi
Eftir að ekið er í austur yfir brúna að Svalbarðsá er afleggjari til hægri, þar er skilti sem sýnir staðsetningu veiðihúss (afleggjari að Svalbarði).