GRÍMSÁ

Lýsing


Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá rennur í Grímsá við Veiðistað nr. 600, Oddstaðfljót.Samanlagt vatnasvið ánna er 313 ferkílómetrar.
Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt.Heildarlengd Tunguár er 20 km. Þar af er laxgengi hlutinn 10 km langur. Meðalveiði í báðum ánum árin 1974 til 2008 er 1357 laxar. Mest var veiðin árið 2008, en þá veiddust 2.223 laxar. Sumarið 2013 var hún hins vegar um 1.650 laxar.Laxveiði hefur lengi verið stunduð í Grímsá og í Egils sögu er sagt frá mannskæðum bardaga á Laxafit, sem Björn Blöndal telur hafa verið austurbakka Langadráttar.
Bygging á Fossási sem í daglegu tali er nefnt veiðihúsið við Grímsá hófst sumarið 1972 og var það tekin í notkun vorið 1973 innan við ári eftir að framkvæmdir hófust.Húsið á sér enga hliðstæðu á Íslandi og þó víðar væri leitað og hefur alla tíð vakið mikla athygli þeirra sem þangað hafa komið eða framhjá farið.
Nánasta umhverfi hússins er ekki síðra listaverk en húsið sjálft og er það hverjum manni ljóst sem hingað kemur að höfundar hússins og náttúrunnar í kring hafa í sameiningu unnið stórkostlegt starf.Arkitektinn sem teiknaði veiðihúsið við Grímsá er veiðimaðurinn Ernest Schwiebert sem veiddi í Grímsá í mörg sumur. Ernest hefur skrifað mikinn fjölda bóka sem tengjast stangveiði auk þess að vera hæfileikaríkur fluguhnýtari.
Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi gatnamót er vegarslóði til hægri sem liggur að veiðihúsinu. Hann er vel merktur og rekur sig yfir kjarri vaxið holt.

Upplýsingar

 • Veiðitímabil:
  22 júní - 28 september
 • Staðsetning:
  83 km vestur frá Rvk.
 • Lengd
  32km, 66 merktir veiðistaðir
 • Meðalveiði:
  961 laxar (10 ár)
 • Leiðsögumenn:
  Ef óskað er eftir
 • Veiðihús:
  Full þjónusta
 • Ath:
  Öllum laxi yfir 69 cm skal sleppt
  Kvóti eru tveir fiskar á dag sem má taka,
  eftir það er veitt og sleppt.
 • Kort

Veiðitölur


grimsa

Myndir


Blue-sky
Efsti-hylur
GE
GE
Grafarhylur
Grimsa-kokkshylur
Grimsa-lodge
Grimsa
Grimsa
Grimsa
Grrimsa
IMG
IMG
Jtnabrarfoss-Mynd-John-Sherman
Kokkshylur
Picture-
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Staðsetning