Monday, 08 October 2018

Veiði lokið

Author Haraldur Eiríksson

Veiði lokið

Veiði er nú lokið á öllum veiðisvæðum Hreggnasa. Sumarið var í meðallagi hvað veiði áhrærir, en ljóst er að göngur komu snemma og fyrri hluti tímabilsins var mjög góður. Ágústveiðin var hins vegar frekar róleg, en tók síðan aftur kipp um haustið. Sem dæmi um það þá skilaði síðasta vikan í Laxá í Dölum nálega 140 löxum og Laxá í Kjós fór yfir 100 laxa veiði síðustu vikuna.

Lokatölur munu birtast hér á síðunni þegar að þær liggja fyrir.