Tuesday, 27 March 2018

Styttist í upphaf tímabilsins

Author Haraldur Eiríksson

Styttist í upphaf tímabilsins

Það styttist óðum í upphaf stangaveiðitímabilsins 2018. Hjá Hreggnasa markar 1. apríl upphaf sjóbirtingsveiða í Grímsá í Borgarfirði. Enn eru nokkrum dögum óráðstafað og má finna þá í vefsölunni. Í Laxá í Kjós hefst veiði þann 10. apríl og að venju eru öll veiðileyfi þar seld.

Við vekjum athygli á því að í vefsölunni okkar má enn finna vegleg veiðileyfi í laxveiðiám okkar. Það er um að gera að skoða hvað er í boði nú eða senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.