• Home
  • Fréttir
  • Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss
Tuesday, 02 April 2019

Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss

Author Haraldur Eiríksson

Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss

VIð vekjum athygli á því að í vefsölu okkar má nú finna nokkra staka daga í hausveiðina í Laxá í Kjós. Fyrirkomulag þessara daga er á þá leið að mætt er að morgni og veitt samfellt fram á kvöld frá 0800-2000.

Ekki er rekið veiðihús á þessum árstíma og húsið þvi lokað utan að snyrti- og kaffiaðstaða er í vöðluherbergi hússins.

Umræddir dagar eru gjarnan einhverjir þeir allra bestu á veiðitímabilinu, því haustbragur kemst á laxinn og mikil hreyfing á honum milli svæða. Eins kemur oft mikill kippur í veiðina í Bugðu þegar að laxinn leitar niður ána á nýjan leik úr Meðalfellsvatni.