• Home
  • Fréttir
  • Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði
Saturday, 07 April 2018

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Author

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Það hefur verið heldur kalt á sjóbirtingsveiðimönnum í Grímsá í Borgafirði þessa fyrstu daga silungsveiðinnar. Hins vegar hefur kuldinn gert það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki genginn til sjávar og er enn í ferskvatninu. Opnunardagurinn 1.apríl skilaði 12 fiskum á land, þar sem helmingurinn var sjóbirtingur á móti hoplaxi. Dagarnir sem á eftir komu voru hins vegar mjög góðir og sem dæmi fengu veiðimenn sem áttu tvo daga 3-4. apríl 32 sjóbirtinga.

Ljóst er að talsvert mikið er af fiski undir þetta vorið. Lausir dagar eru í Grímsá og má finna þá í vefsölunni okkar á sanngjörnu verði. Veiði á sjóbirtingi í Laxá í Kjós hefst á morgun, sunnudaginn 8.apríl.