Monday, 23 July 2018

Rosaleg veiði í Laxá í Dölum

Author Haraldur Eiríksson

Rosaleg veiði í Laxá í Dölum

Það er feiknaveiði í Laxá í Dölum þessa dagana. Eftir einn og hálfan dag er hollið sem hóf veiðar á hádegi þann 21. júlí komið með 71 lax á fjórar stangir. Fyrsti eftirmiðdagurinn gaf einn og sér 33 laxa. Mjög góðar göngur eru í ána og útlitið gott. Áin er með öllu uppseld.