Tuesday, 18 June 2019

Opnun Laxár í Kjós

Author

Opnun Laxár í Kjós

Veiði hófst í Laxá í Kjós þann 15 júní. Ótrúlegir þurrkar hafa leikið Vesturlandið grátt og er Laxá engin undantekning á því. Veiði hófst með fjórum stöngum í 23 stiga lofthita og litlu vatni. Fyrsta daginn misstust tveir tveggja ára laxar og þannig hófst dagur tvö einnig. Undir hádegið náðist þó loks sá fyrsti á land, 82cm fiskur úr Klingenberg. Í kjölfarið kom svo á land smálax úr Laxfossi.

Ef eitthvað er þá er meiri lax en á sama tíma í fyrra. En skilyrði eru ákaflega slæm og ljóst er að ef ekki fer að rigna þá verður ástandið án fordæma