Wednesday, 31 January 2018

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Author Haraldur Eiríksson

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Sumarið 2017 var ekki framúrskarandi í veiði líkt og sumrin tvö á undan. Lokatala var 871 lax sem er þó mjög góð veiði á 4-6 stangir, og setur ána meðal bestu laxveiðiáa landsins yfir veiði á hverja dagsstöng. Af umræddum 871 laxi voru 328 stórlaxar, sem er með því hæsta sem þekkist á vestanverðu landinu. Stærðaskipting var eftirfarandi:

Laxar undir 70 cm: 543

Laxar 70-79 cm: 151

Laxar 80-89 cm: 143

Laxar 90-99 cm: 31

Laxar 100 cm plús: 3