• Home
  • Fréttir
  • Leigusamningur við Laxá í Dölum framlengdur
Tuesday, 15 May 2018

Leigusamningur við Laxá í Dölum framlengdur

Author Haraldur Eiríksson

Leigusamningur við Laxá í Dölum framlengdur

 

Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.

Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng.

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta haldið áfram þeirri uppbyggingu sem farið var í við Laxá í Dölum. Álit fiskifræðinga segja okkur allt sem segja þarf, ástand árinnar er eins og best verður á kosið og umgengni veiðimanna til mikillar fyrirmyndar. Megi svo vera áfram.