Wednesday, 27 November 2019

Laxá í Dölum - 40% stórlaxahlutfall

Author

Laxá í Dölum - 40% stórlaxahlutfall

Laxá í Dölum gaf um 750 laxa í sumar sem leið á 4-6 dagsstangir.

Þetta er nokkuð fyrir neðan meðalveiði Laxár, en líkt og annarsstaðar á suður- og vesturlandi var skortur á smálaxagöngum. Gleðitíðindin eru hins vegar þau að nógur stórlax var í Laxá í sumar, og var hlutfall þeirra af veiddum fiski um 40%. Þetta er með því hæsta sem gerist á landsvísu og sýnir svo ekki um villst að þessi perla í Dölunum getur verið sannkölluð stórlaxakista sé vel um hana gengið. Fjöldi stórlaxa hefur aukist gríðarlega allt frá árinu 2014 þegar farið var í auknar verndunaraðgerðir.