Wednesday, 09 January 2019

Laus veiðileyfi sumarið 2019

Author Haraldur Eiríksson

Laus veiðileyfi sumarið 2019

Sala veiðileyfa hefur gengið vel, og fer þeim óðum fækkandi kostunum sem við getum boðið fyrir sumarið.

Í Brynjudalsá í Hvalfirði eru aðeins tvö ágústholl eftir og má þau finna á vefsölunni okkar. Áin hentar fjölskyldum og vinahópum einkar vel, en áin er aðeins í örskots fjarlægð frá Reykjavík.

Svalbarðsá í Þistilfirði er venju samkvæmt mjög vinsæl, en þó er nú möguleiki á að komast inn í septemberveiðina og er áhugasömum bent á að hafa samband í netfangið hér að neðan.

Sala í Hafralónsá í Þistilfirði hefur jafnframt tekið kipp. Lausar eru stangir í tveimur hollum í júlímánuði, og jafnframt eru tvö ágústholl í boði.

Laxá í Kjós er uppseld þar til eftir miðjan ágústmánuð. Hægt er að fá stangir í haustveiðina sem hefur verið frábær á undanförnum árum.

Í Grímsá er möguleiki að komast inn fyrstu viku ágústmánaðar.

Laxá í Dölum er mjög umsetin, en þó er hægt að komast að á besta tímanum aðra vikuna í ágúst. Áhugasömum er bent á póstfangið hér að neðan

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.