Friday, 09 March 2018

Hafralónsá í Þistilfirði 2018

Author Haraldur Eiríksson

Hafralónsá í Þistilfirði 2018

Sumarið 2018 verður það fyrsta serm Hafralónsá í Þistilfirði er í umsjá Veiðifélagsins Hreggnasa. Við væntum mikils af þessari vatnsmiklu og krefjandi stórlaxaá, sem alla jafna hefur verið talin aflasælust Þistilfjarðaánna. Síðustu árin hefur áin verið í öldudal líkt og margar ár á þessu landsvæði. Hins vegar er það trú okkar að áin sé að rétta úr kútnum, og með góðu utanumhaldi verði Hafralónsá áfangastaður sem flestra stangaveiðimanna sem hafi fallegt vatn og stóra laxa að leiðarljósi.

Við eigum ennþá nokkur holl í Hafralónsá og eru þau sem hér segir:

6-9 júlí, 20-23 ágúst, 4-7 september og 7-10 setpember

Nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.