Saturday, 27 October 2018

Hafralónsá 2019

Author Haraldur Eiríksson

Hafralónsá 2019

Lokatölur úr Hafralóná í sumar liggja ekki endanlega fyrir, en voru á bilinu 220-230 laxar. Aðeins er veitt á fjórar stangir á firnalöngu veiðisvæði, en Þistilfjörður og nágrenni var frekar rólegt í sumar, eins og sést á veiðitölum víða á svæðinu. Bleikja var mikilvægur meðafli því hún var stór þetta árið, og dæmi um hörku uppgrip þegar menn lögðu leið sína til að egna fyrir silung. Þess má geta að silungasvæði árinnar var í sumar sameinað laxasvæðinu sem lengir veiðisvæðið enn frekar. Bókanir fyrir sumarið 2019 ganga vel, og eftirfarandi dagsetningar eru á lausu:

30 júlí -2 ágúst

8-11 ágúst

17-20 ágúst

1-4 sept

7-10 sept

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.