Friday, 22 June 2018

Góðar opnanir í Kjós og Grímsá

Author Haraldur Eiríksson

Góðar opnanir í Kjós og Grímsá

Opnunardagarnir í Laxá í Kjós og Grímsá voru góðir. Í Kjósinni varð niðurstaðan 36 laxar á opnunarhollið, sem er mjög gott í ljósi þess að við erum að opna fyrr en venjulega. Athyglivert er að smálax er byrjaður að ganga í bland við stórlaxa, sem þetta árið eru að stórum hluta vænir hængar, 12-16 punda boltar.

Mikið vatn er í ánni og ekkert útlit er fyrir að það breytist.

Í Grímsá fengum við einnig fljúgandi start. 20 laxar fyrsta daginn og þar var sama sagan, smálax í bland við væna fiska. Mest var veiðin á neðstu svæðunum en þó komu laxar úr Efstahyl, þannig að öll svæði eru komin inn. 

Það eru spennandi dagar framundan!