Wednesday, 19 June 2019

Fyrsti laxinn úr Grímsá 2019

Author

Fyrsti laxinn úr Grímsá 2019

Grímsá í Borgarfirði var opnuð nú í morgunsárið. Fyrsti lax sumarsins kom eftir aðeins nokkur köst, tveggja ára hrygna sem fékkst í Strengjunum ofan Fossatúns. Það er ágætis vatn í ánni, en frekar kalt í norðanáttinni. Slangur af laxi virðist genginn í ána, og ólíkt fyrra ári er hann genginn fram Laxfoss. Útlitið er því með ágætum í Lundarreykjadal.