• Home
  • Fréttir
  • Frábært vatn í Kjósinni og veiðin farin að taka kipp
Monday, 03 September 2018

Frábært vatn í Kjósinni og veiðin farin að taka kipp

Author Haraldur Eiríksson

Frábært vatn í Kjósinni og veiðin farin að taka kipp

Eftir frekan þurran og erfiðan ágústmánuð fór að rigna í Kjósinni eins og víða á Vesturlandi. Sem stendur er áin í frábæru vatni og veiðin með ágætum eða um 800 laxar nú þegar að þrjár vikur eru eftir tímabils. Stærstu laxarnir sem stendur eru tveir rúmlega 100cm hængar, en vonandi bætast nokkrir við, því óvenju mikið er af stórlaxi í Laxá þetta árið. Við minnum á að hægt er að fá staka daga í september á vefsölunni okkar.