Friday, 25 May 2018

Fer að styttast að laxveiðitímanum

Author Haraldur Eiríksson

Fer að styttast að laxveiðitímanum

Nú fer óðum að styttast í að fyrstu laxveiðiárnar opni. Hjá Hreggnasa mun Laxá í Kjós ríða á vaðið en að þessu sinni hefst veiði þann 15 júní. Aðeins er veitt á fjórar stangir í upphafi veiðitíma.

Veiði í Grímsá í Borgarfirði hefst að morgni 19 júní og Laxá í Dölum að morgni 26. júní eða um svipað leiti og Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá í Vopnafirði.  Svalbarðsá í Þistilfirði opnar venju samkvæmt þann 1. júlí.

Smærri árnar, Krossá á Skarðsströnd og Brynjudalsá í Hvalfirði opna báðar þann 27. júní.

Veiðileyfasala hefur gengið ágætlega. Þær síðastnefndu eru nánast uppseldar auk Laxár í Dölum og Svalbarðsár. Enn má hins vegar fá leyfi í Hafralónsá og síðla sumars í Kjós og Grímsá. Nánari upplýsingar má fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.