• Home
  • Fréttir
  • Fækkar leyfum en gott úrval í haustveiðinni
Tuesday, 15 May 2018

Fækkar leyfum en gott úrval í haustveiðinni

Author Haraldur Eiríksson

Fækkar leyfum en gott úrval í haustveiðinni

Nú ef farið að líða vel á mánuðinn, og styttist verulega í laxveiðitímabilið. Smærri árnar eru að mestu uppseldar og aðeins örfá leyfi eftir í vefsölunni okkar. Meira úrval er hins vegar í þjónustuánum og dæmi um laus leyfi í Laxá í Kjós og Grímsá í ágúst og september.

Lausum leyfum fækkar einnig í ánum á norðaustur horninu. Svalbarðsá er að venju farin, en rétt er að vekja athygli á frábærum kosti í Hofsá í Vopnafirði og Hafralónsá í Þistilfirði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í veiðihúsum. 

Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.