• Home
  • Fréttir
  • Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa
Friday, 04 May 2018

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

Author

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

 

 

Líkt og flestum ætti að vera kunnugt er hafið sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur. Það hefur því miður sýnt sig með fjölmörgum dæmum annarsstaðar úr heiminum að slíkt eldi hefur neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga - ekki síst þegar að eldið er með aðfluttum stofni líkt og hér er gert. Þá er það einnig ljóst að umhverfisáhrif og sjúkdómahætta er mikil samfara slíkum iðnaði. Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vöru í sínum veiðihúsum. 
Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum.