Monday, 29 April 2019

Brynjudalsá í vefsölunni

Author Haraldur Eiríksson

Brynjudalsá í vefsölunni

Nú má finna öll laus veiðileyfi í Brynjudalsá í Hvalfirði í vefsölunni okkar.

Brynjan er einstaklega þægileg fjölskylduá skammt frá Reykjavík, sem státar af góðu veiðihúsi. Veiðarnar eru stundaðar með flugu eingöngu.

Stangirnar tvær eru seldar saman með húsi og verði stillt í hóf.