Frettir

Monday, 03 September 2018

Dalirnir komnir yfir 900 veidda laxa

Author

Dalirnir komnir yfir 900 veidda laxa

Það rigndi í Dölunum í síðustu viku og venju samkvæmt tóku veiðitölur kipp. Haustið getur verið óhemju drjúgt í Laxá og engin ástæða til að ætla annað þetta árið enda nokkuð drjúgt af laxi á ferðinni. Sem stendur eru komnir á land um 930 laxar, og stefnir í að áin fari jafnvel yfir meðaltal sl. 30 ára sem eru um 1.100 laxar. Nokkrir stórlaxar hafa veiðst undanfarið, en úr ánni eru komnir 104 og 102 cm hængar.

Monday, 23 July 2018

Kjósin minnir á sig

Author

Kjósin minnir á sig

Laxá í Kjós er að sýna sitt besta andlit þessa dagana. Vikan 4-11 júlí gaf 165 laxa og vikan 11-18 júlí bætt við öðrum 130 löxum auk fjölda stórra sjóbirtinga. Það er búið að vera gott vatn frá opnun og ekkert útlit fyrir að það breytist miðað við veðurspána. Þess má geta að við eigum fjórar stangir lausar frá hádegi 6. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiriksson á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Monday, 23 July 2018

Rosaleg veiði í Laxá í Dölum

Author

Rosaleg veiði í Laxá í Dölum

Það er feiknaveiði í Laxá í Dölum þessa dagana. Eftir einn og hálfan dag er hollið sem hóf veiðar á hádegi þann 21. júlí komið með 71 lax á fjórar stangir. Fyrsti eftirmiðdagurinn gaf einn og sér 33 laxa. Mjög góðar göngur eru í ána og útlitið gott. Áin er með öllu uppseld.

Friday, 22 June 2018

Góðar opnanir í Kjós og Grímsá

Author

Góðar opnanir í Kjós og Grímsá

Opnunardagarnir í Laxá í Kjós og Grímsá voru góðir. Í Kjósinni varð niðurstaðan 36 laxar á opnunarhollið, sem er mjög gott í ljósi þess að við erum að opna fyrr en venjulega. Athyglivert er að smálax er byrjaður að ganga í bland við stórlaxa, sem þetta árið eru að stórum hluta vænir hængar, 12-16 punda boltar.

Mikið vatn er í ánni og ekkert útlit er fyrir að það breytist.

Í Grímsá fengum við einnig fljúgandi start. 20 laxar fyrsta daginn og þar var sama sagan, smálax í bland við væna fiska. Mest var veiðin á neðstu svæðunum en þó komu laxar úr Efstahyl, þannig að öll svæði eru komin inn. 

Það eru spennandi dagar framundan!

Friday, 25 May 2018

Fer að styttast að laxveiðitímanum

Author

Fer að styttast að laxveiðitímanum

Nú fer óðum að styttast í að fyrstu laxveiðiárnar opni. Hjá Hreggnasa mun Laxá í Kjós ríða á vaðið en að þessu sinni hefst veiði þann 15 júní. Aðeins er veitt á fjórar stangir í upphafi veiðitíma.

Veiði í Grímsá í Borgarfirði hefst að morgni 19 júní og Laxá í Dölum að morgni 26. júní eða um svipað leiti og Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá í Vopnafirði.  Svalbarðsá í Þistilfirði opnar venju samkvæmt þann 1. júlí.

Smærri árnar, Krossá á Skarðsströnd og Brynjudalsá í Hvalfirði opna báðar þann 27. júní.

Veiðileyfasala hefur gengið ágætlega. Þær síðastnefndu eru nánast uppseldar auk Laxár í Dölum og Svalbarðsár. Enn má hins vegar fá leyfi í Hafralónsá og síðla sumars í Kjós og Grímsá. Nánari upplýsingar má fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Thursday, 17 May 2018

Stórir sjóbirtingar í Hafralónsá í Þistilfirði

Author

Stórir sjóbirtingar í Hafralónsá í Þistilfirði

Við höfum í gegnum tíðina heyrt tröllasögur af sjóbirtingsveiði á ósasvæði Hafralónsár í Þistilfirði. Þórður Geir Þorsteinsson var þar á ferð á dögunum og ákvað að skoða málið. Það virðist engu logið með sjóbirtinginn á svæðinu því Þórður landaði fjórum glæsilegum fiskum.

Tuesday, 15 May 2018

Leigusamningur við Laxá í Dölum framlengdur

Author

Leigusamningur við Laxá í Dölum framlengdur

 

Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.

Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng.

Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta haldið áfram þeirri uppbyggingu sem farið var í við Laxá í Dölum. Álit fiskifræðinga segja okkur allt sem segja þarf, ástand árinnar er eins og best verður á kosið og umgengni veiðimanna til mikillar fyrirmyndar. Megi svo vera áfram.

Tuesday, 15 May 2018

Fækkar leyfum en gott úrval í haustveiðinni

Author

Fækkar leyfum en gott úrval í haustveiðinni

Nú ef farið að líða vel á mánuðinn, og styttist verulega í laxveiðitímabilið. Smærri árnar eru að mestu uppseldar og aðeins örfá leyfi eftir í vefsölunni okkar. Meira úrval er hins vegar í þjónustuánum og dæmi um laus leyfi í Laxá í Kjós og Grímsá í ágúst og september.

Lausum leyfum fækkar einnig í ánum á norðaustur horninu. Svalbarðsá er að venju farin, en rétt er að vekja athygli á frábærum kosti í Hofsá í Vopnafirði og Hafralónsá í Þistilfirði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í veiðihúsum. 

Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Monday, 07 May 2018

Ágúststangir í Laxá í Kjós

Author

Ágúststangir í Laxá í Kjós

Eigum óráðstafað veiðileyfum í ágústmánuði í Laxá í Kjós. Frábær aðstaða og góð veiði á laxi og sjóbirtingi. Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friday, 04 May 2018

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

Author

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

 

 

Líkt og flestum ætti að vera kunnugt er hafið sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur. Það hefur því miður sýnt sig með fjölmörgum dæmum annarsstaðar úr heiminum að slíkt eldi hefur neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga - ekki síst þegar að eldið er með aðfluttum stofni líkt og hér er gert. Þá er það einnig ljóst að umhverfisáhrif og sjúkdómahætta er mikil samfara slíkum iðnaði. Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vöru í sínum veiðihúsum. 
Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum.

Monday, 30 April 2018

Hafralónsá 6-9 júlí!

Author

Hafralónsá 6-9 júlí!

Við eigum laust hollið 6-9 júlí í Hafralónsá í Þistilfirði nú í sumar. Þetta er frábær kostur fyrir stórlaxaþyrsta stangaveiðimenn sem vilja dvelja í veiðihúsi þar sem menn sjá sjálfir um matseldina. Nánari upplýsingar veitir Haraldur á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Saturday, 07 April 2018

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Author

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Það hefur verið heldur kalt á sjóbirtingsveiðimönnum í Grímsá í Borgafirði þessa fyrstu daga silungsveiðinnar. Hins vegar hefur kuldinn gert það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki genginn til sjávar og er enn í ferskvatninu. Opnunardagurinn 1.apríl skilaði 12 fiskum á land, þar sem helmingurinn var sjóbirtingur á móti hoplaxi. Dagarnir sem á eftir komu voru hins vegar mjög góðir og sem dæmi fengu veiðimenn sem áttu tvo daga 3-4. apríl 32 sjóbirtinga.

Ljóst er að talsvert mikið er af fiski undir þetta vorið. Lausir dagar eru í Grímsá og má finna þá í vefsölunni okkar á sanngjörnu verði. Veiði á sjóbirtingi í Laxá í Kjós hefst á morgun, sunnudaginn 8.apríl.

<<  1 2 [34  >>