Frettir

Monday, 07 May 2018

Ágúststangir í Laxá í Kjós

Author Haraldur Eiríksson

Ágúststangir í Laxá í Kjós

Eigum óráðstafað veiðileyfum í ágústmánuði í Laxá í Kjós. Frábær aðstaða og góð veiði á laxi og sjóbirtingi. Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friday, 04 May 2018

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

Author Haraldur Eiríksson

Enginn sjókvíaeldisfiskur í veiðihúsum Hreggnasa

 

 

Líkt og flestum ætti að vera kunnugt er hafið sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur. Það hefur því miður sýnt sig með fjölmörgum dæmum annarsstaðar úr heiminum að slíkt eldi hefur neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga - ekki síst þegar að eldið er með aðfluttum stofni líkt og hér er gert. Þá er það einnig ljóst að umhverfisáhrif og sjúkdómahætta er mikil samfara slíkum iðnaði. Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vöru í sínum veiðihúsum. 
Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum.

Monday, 30 April 2018

Hafralónsá 6-9 júlí!

Author Haraldur Eiríksson

Hafralónsá 6-9 júlí!

Við eigum laust hollið 6-9 júlí í Hafralónsá í Þistilfirði nú í sumar. Þetta er frábær kostur fyrir stórlaxaþyrsta stangaveiðimenn sem vilja dvelja í veiðihúsi þar sem menn sjá sjálfir um matseldina. Nánari upplýsingar veitir Haraldur á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Saturday, 07 April 2018

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Author Haraldur Eiríksson

Sjóbirtingsveiði hafin í Grímsá í Borgafirði

Það hefur verið heldur kalt á sjóbirtingsveiðimönnum í Grímsá í Borgafirði þessa fyrstu daga silungsveiðinnar. Hins vegar hefur kuldinn gert það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki genginn til sjávar og er enn í ferskvatninu. Opnunardagurinn 1.apríl skilaði 12 fiskum á land, þar sem helmingurinn var sjóbirtingur á móti hoplaxi. Dagarnir sem á eftir komu voru hins vegar mjög góðir og sem dæmi fengu veiðimenn sem áttu tvo daga 3-4. apríl 32 sjóbirtinga.

Ljóst er að talsvert mikið er af fiski undir þetta vorið. Lausir dagar eru í Grímsá og má finna þá í vefsölunni okkar á sanngjörnu verði. Veiði á sjóbirtingi í Laxá í Kjós hefst á morgun, sunnudaginn 8.apríl.

Tuesday, 27 March 2018

Styttist í upphaf tímabilsins

Author Haraldur Eiríksson

Styttist í upphaf tímabilsins

Það styttist óðum í upphaf stangaveiðitímabilsins 2018. Hjá Hreggnasa markar 1. apríl upphaf sjóbirtingsveiða í Grímsá í Borgarfirði. Enn eru nokkrum dögum óráðstafað og má finna þá í vefsölunni. Í Laxá í Kjós hefst veiði þann 10. apríl og að venju eru öll veiðileyfi þar seld.

Við vekjum athygli á því að í vefsölunni okkar má enn finna vegleg veiðileyfi í laxveiðiám okkar. Það er um að gera að skoða hvað er í boði nú eða senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 14 March 2018

Lausar stangir í Grímsá í Borgarfirði í vefsölunni

Author Haraldur Eiríksson

Lausar stangir í Grímsá í Borgarfirði í vefsölunni

Það eru nokkrar lausar ágúststangir í Grímsá í Borgarfirði komnar inn í vefsöluna.

Um er að ræða tvær stangir í tveimur hollum, annars vegar 12-14 ágúst, hins vegar 20-22 ágúst næsta sumar.

Nú er um að gera að hoppa á vænleg leyfi.

Friday, 09 March 2018

Hafralónsá í Þistilfirði 2018

Author Haraldur Eiríksson

Hafralónsá í Þistilfirði 2018

Sumarið 2018 verður það fyrsta serm Hafralónsá í Þistilfirði er í umsjá Veiðifélagsins Hreggnasa. Við væntum mikils af þessari vatnsmiklu og krefjandi stórlaxaá, sem alla jafna hefur verið talin aflasælust Þistilfjarðaánna. Síðustu árin hefur áin verið í öldudal líkt og margar ár á þessu landsvæði. Hins vegar er það trú okkar að áin sé að rétta úr kútnum, og með góðu utanumhaldi verði Hafralónsá áfangastaður sem flestra stangaveiðimanna sem hafi fallegt vatn og stóra laxa að leiðarljósi.

Við eigum ennþá nokkur holl í Hafralónsá og eru þau sem hér segir:

6-9 júlí, 20-23 ágúst, 4-7 september og 7-10 setpember

Nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tuesday, 20 February 2018

Vefsalan okkar er opin!

Author Haraldur Eiríksson

Vefsalan okkar er opin!

Vefsala okkar hefur nú opnuð. Þar má finna lausa daga í Brynjudalsá í Hvalfirði, Krossá á Skarðsströnd, Grímsá í Borgarfirði, Hofsá í Vopnafirði, Laxá í Kjós og silungsveiði í aprílmánuði á neðsta svæði Grímsár. Nú er að stökkva til og festa sér daga!

Monday, 19 February 2018

Voveiði í Grímsá í Borgarfirði

Author Haraldur Eiríksson

Voveiði í Grímsá í Borgarfirði

Vorveiði í Grímsá í Borgarfirði hefst þann 1.apríl næstkomandi. Þar sem vefsala okkar er ekki komin í loftið má nálgast daga með því að senda netfang á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Veitt er á tvær stangir frá morgni til kvölds og er verð á stangardag kr. 7.900.-

Wednesday, 31 January 2018

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Author Haraldur Eiríksson

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Sumarið 2017 var ekki framúrskarandi í veiði líkt og sumrin tvö á undan. Lokatala var 871 lax sem er þó mjög góð veiði á 4-6 stangir, og setur ána meðal bestu laxveiðiáa landsins yfir veiði á hverja dagsstöng. Af umræddum 871 laxi voru 328 stórlaxar, sem er með því hæsta sem þekkist á vestanverðu landinu. Stærðaskipting var eftirfarandi:

Laxar undir 70 cm: 543

Laxar 70-79 cm: 151

Laxar 80-89 cm: 143

Laxar 90-99 cm: 31

Laxar 100 cm plús: 3

 

 

 

 

Tuesday, 30 January 2018

Hofsá í Vopnafirði - nokkrar hauststangir eftir

Author Haraldur Eiríksson

Hofsá í Vopnafirði - nokkrar hauststangir eftir

Það eru nokkrar september stangir eftir í Hofsá í Vopnafirði næsta haust. Þessi magnaða veiðiá á sér fáar líkar þegar kemur að fluguveiði, og má segja að áin sé fullkomin sem slík. Í haust dvelja menn í veiðihúsinu með uppábúnum rúmun, en sjá sjálfir um matseldina. Nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sunday, 28 January 2018

Krossá á Skarðsströnd 2018

Author Haraldur Eiríksson

Krossá á Skarðsströnd 2018

Við eigum aðeins örfáum dögum óráðstafað í Krossá næsta sumar. Einstök náttúra og gott aðgengi gera ána að óskastað fjölskyldunnar. Lausir dagar eru: 27-29/6, 7-9/7, 9-11/7 og 14-16/8. Nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

<<  1 2 [3