Frettir

Monday, 29 April 2019

Brynjudalsá í vefsölunni

Author

Brynjudalsá í vefsölunni

Nú má finna öll laus veiðileyfi í Brynjudalsá í Hvalfirði í vefsölunni okkar.

Brynjan er einstaklega þægileg fjölskylduá skammt frá Reykjavík, sem státar af góðu veiðihúsi. Veiðarnar eru stundaðar með flugu eingöngu.

Stangirnar tvær eru seldar saman með húsi og verði stillt í hóf.

Tuesday, 02 April 2019

Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss

Author

Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss

VIð vekjum athygli á því að í vefsölu okkar má nú finna nokkra staka daga í hausveiðina í Laxá í Kjós. Fyrirkomulag þessara daga er á þá leið að mætt er að morgni og veitt samfellt fram á kvöld frá 0800-2000.

Ekki er rekið veiðihús á þessum árstíma og húsið þvi lokað utan að snyrti- og kaffiaðstaða er í vöðluherbergi hússins.

Umræddir dagar eru gjarnan einhverjir þeir allra bestu á veiðitímabilinu, því haustbragur kemst á laxinn og mikil hreyfing á honum milli svæða. Eins kemur oft mikill kippur í veiðina í Bugðu þegar að laxinn leitar niður ána á nýjan leik úr Meðalfellsvatni.

Tuesday, 02 April 2019

Stangaveiðitímabilið hafið

Author

Stangaveiðitímabilið hafið

Grímsá í Borgarfirði var fyrsta veiðisvæði Hreggnasa til að opna þetta árið. Illa viðraði til sjóbirtingsveiða á opnunardaginn, snjókoma og kuldi. Enn má næla sér í lausa daga í birtinginn síðar í mánuðinum á vefsölu okkar, en útlit er fyrir batnandi skilyrði. Sjóbirtingsveiði í Laxá í Kjos hefst upp undir miðjan mánuðinn og eru öll vorveiðileyfi löngu seld.

 

Sala veiðileyfa hefur gengið ágætlega fyrir sumarið. Þó má enn sjá stakar stangir á þvælingi og því um að gera að leita fanga. Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 09 January 2019

Laus veiðileyfi sumarið 2019

Author

Laus veiðileyfi sumarið 2019

Sala veiðileyfa hefur gengið vel, og fer þeim óðum fækkandi kostunum sem við getum boðið fyrir sumarið.

Í Brynjudalsá í Hvalfirði eru aðeins tvö ágústholl eftir og má þau finna á vefsölunni okkar. Áin hentar fjölskyldum og vinahópum einkar vel, en áin er aðeins í örskots fjarlægð frá Reykjavík.

Svalbarðsá í Þistilfirði er venju samkvæmt mjög vinsæl, en þó er nú möguleiki á að komast inn í septemberveiðina og er áhugasömum bent á að hafa samband í netfangið hér að neðan.

Sala í Hafralónsá í Þistilfirði hefur jafnframt tekið kipp. Lausar eru stangir í tveimur hollum í júlímánuði, og jafnframt eru tvö ágústholl í boði.

Laxá í Kjós er uppseld þar til eftir miðjan ágústmánuð. Hægt er að fá stangir í haustveiðina sem hefur verið frábær á undanförnum árum.

Í Grímsá er möguleiki að komast inn fyrstu viku ágústmánaðar.

Laxá í Dölum er mjög umsetin, en þó er hægt að komast að á besta tímanum aðra vikuna í ágúst. Áhugasömum er bent á póstfangið hér að neðan

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 09 January 2019

Gleðilegt ár 2019

Author

Gleðilegt ár 2019

Við sendum viðskiptavinum okkar og veiðimönnum öllum bestu óskir á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Starfsfólk Hreggnasa

Thursday, 22 November 2018

Fyrstu vörurnar komnar í vefsöluna

Author

Fyrstu vörurnar komnar í vefsöluna

Nú eru fyrstu leyfin komin inn í vefsöluna okkar. Um er að ræða sjóbirtingsdaga í Grímsá í Borgarfirði og nokkur valin holl í Brynjudalsá í Hvalfirði.

 

Það eru aðeins rúmir fjórir mánuðir uns sjóbirtingsveiðin hefst, og hefur Grímsá átt vaxandi vinsælda að fagna á vordögum. Verði veiðileyfa er stillt í hóf og stangirnar tvær seldar saman frá morgni til kvölds.

Brynjudalsá hefur átt dyggan aðdáendahóp, þá sér í lagi eftir að tekin var sú ákvörðun að leyfa aðeins fluguveiði í þessari nettu og viðkvæmu á. Glæsilegt veiðihús gerir ána að vænlegum áfangastað fyrir fjölskyldur og vini.

Saturday, 27 October 2018

Hafralónsá 2019

Author

Hafralónsá 2019

Lokatölur úr Hafralóná í sumar liggja ekki endanlega fyrir, en voru á bilinu 220-230 laxar. Aðeins er veitt á fjórar stangir á firnalöngu veiðisvæði, en Þistilfjörður og nágrenni var frekar rólegt í sumar, eins og sést á veiðitölum víða á svæðinu. Bleikja var mikilvægur meðafli því hún var stór þetta árið, og dæmi um hörku uppgrip þegar menn lögðu leið sína til að egna fyrir silung. Þess má geta að silungasvæði árinnar var í sumar sameinað laxasvæðinu sem lengir veiðisvæðið enn frekar. Bókanir fyrir sumarið 2019 ganga vel, og eftirfarandi dagsetningar eru á lausu:

30 júlí -2 ágúst

8-11 ágúst

17-20 ágúst

1-4 sept

7-10 sept

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friday, 19 October 2018

Lokatölur úr Laxa í Kjós

Author

Lokatölur úr Laxa í Kjós

Lokatölur úr Laxá í Kjós og Bugðu urðu 1.054 laxar sem er rétt undir meðaltali árinnar. Segja má að Laxá hafi átt mun meira inni, en slakur ágústmánuður kom í veg fyrir að niðurstaðan yrði betri, því talsvert var af laxi í báðum ánum.

Veiðin fór vel af stað, og var júlímánuður einn sá besti í fjöldamörg ár. Mikið og gott vatn tryggðu það að veiðin hélst jöfn og góð, og sem dæmi þá gáfu allar júlívikurnar yfir 100 laxa veiði, sem er mjög gott á 6-8 dagsstangir. Hins vegar varð tökutregðan mikil þegar að vatn minnkaði í ágústmánuði og tók ekki almenninlega við sér fyrr en fyrstu haustlægðirnar settu svip sinn á septemberveiðina. En þá varð líka aftur gaman, og sem dæmi gaf síðasta vika tímabilsins vel yfir 100 laxa.

Minna var af sjóbirtingi en oft áður, en þess í stað var meðalþunginn betri. Dæmi voru um fiska að 15 pundum, og 8-12 punda fiskar nokkuð algengir.

Rétt er að geta þess að stórlöxum fer fjölgandi í Kjósinni, og voru a.m.k þrír laxar yfir 20 punda markinu að þessu sinni. Það gefur veiðinni enn skemmtilegri blæ.

Það er mikil eftirspurn eftir leyfum fyrir sumarið 2019 og hvetjum við áhugasama að hafa samband á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Monday, 08 October 2018

Lokatölur úr Laxá í Dölum

Author

Lokatölur úr Laxá í Dölum

Lokatölur úr Laxá í Dölum liggja fyrir. Í sumar veiddust 1207 laxar sem er frábær veiði á aðeins 4-6 stangir og setur Laxá enn og aftur á stall með allra bestu laxveiðiám landsins. Áin er að öllu leyti sjálfbær, en leigutakar í samstarfi við landeigendur hafa stundað hrognagröft uppi á heiðum til að nýta búsvæði sem best. Veiðin frá opnun og fram í aðra viku ágústmánaðar var framúrskarandi, og dæmi um að fjögurra stanga hollin væru að fá á annað hundrað laxa. Ljóst er hins vegar að göngurnar komu mjög snemma á Laxármælikvarða, og er kom fram í ágústmánuð, sem venjulega er góður tími í Laxá, voru þær yfirstaðnar. Því dróg mjög úr veiði uns rigna tók seint um haustið. Mikil ásókn er í leyfin sumarið 2019.

Monday, 08 October 2018

Bókanir hafnar fyrir 2019

Author

Bókanir hafnar fyrir 2019

Nokkuð er síðan að bókanir hófust fyrir sumarið 2019. Mikil ásókn er fyrir næsta sumar, og ákveðin tímabil nú þegar seld. Athygli er vakin á því að Krossá á Skarðsströnd verður ekki í boði hjá okkur á næsta ári, og lýkur þar samvinnu við landeigendur sem staðið hefur um árabil. Þeir sem hafa áhuga á að festa sér daga á vatnasvæðum Hreggnasa næsta sumar ættu að hafa hraðar hendur. Hægt er að leita nánari upplýsinga á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Monday, 08 October 2018

Veiði lokið

Author

Veiði lokið

Veiði er nú lokið á öllum veiðisvæðum Hreggnasa. Sumarið var í meðallagi hvað veiði áhrærir, en ljóst er að göngur komu snemma og fyrri hluti tímabilsins var mjög góður. Ágústveiðin var hins vegar frekar róleg, en tók síðan aftur kipp um haustið. Sem dæmi um það þá skilaði síðasta vikan í Laxá í Dölum nálega 140 löxum og Laxá í Kjós fór yfir 100 laxa veiði síðustu vikuna.

Lokatölur munu birtast hér á síðunni þegar að þær liggja fyrir.

Monday, 03 September 2018

Frábært vatn í Kjósinni og veiðin farin að taka kipp

Author

Frábært vatn í Kjósinni og veiðin farin að taka kipp

Eftir frekan þurran og erfiðan ágústmánuð fór að rigna í Kjósinni eins og víða á Vesturlandi. Sem stendur er áin í frábæru vatni og veiðin með ágætum eða um 800 laxar nú þegar að þrjár vikur eru eftir tímabils. Stærstu laxarnir sem stendur eru tveir rúmlega 100cm hængar, en vonandi bætast nokkrir við, því óvenju mikið er af stórlaxi í Laxá þetta árið. Við minnum á að hægt er að fá staka daga í september á vefsölunni okkar.

<<  1 [23 4  >>