Frettir

Wednesday, 01 April 2020

Það eru nokkrir dagar eftir í vorveiðina

Author

Það eru nokkrir dagar eftir í vorveiðina

Enn eru nokkrir dagar eftir í vorveiðina á sjóbirtingi í Grímsá í Borgarfirði.

Veiðin hófst þann 1. Apríl og er veitt á tvær stangir frá morgni til kvölds.

Veiðileyfin má nálgast í vefsölunni okkar og er verði stillt í hóf.

Monday, 02 March 2020

Vorveiðin í Grímsá er í vefsölunni

Author

Vorveiðin í Grímsá er í vefsölunni

Vorveiði á sjóbirtingi í Grímsá í Borgarfirði hefst þann 1. apríl næstkomandi. Við bendum veiðimönnum á að öll laus veiðileyfi í birtinginn má nú finna í vefsölunni.

Tuesday, 25 February 2020

Vefsalan er nú opin

Author

Vefsalan er nú opin

Nú má finna lausa daga á svæðum okkar í vefsölunni hér á heimasíðunni.

Meðal annars má finna þar stangir á Veiðisvæði Skugga í Borgarfirði sem hefur fengið fínar móttökur enda áhugavert svæði fyrir stangaveiðimenn.

Eins eru stangir á stangli í Grímsá í Borgarfirði og Laxá í Kjós, að ógleymdum veiðileyfum í vorveiðina í Grímsá.

Kíktu við!

Monday, 27 January 2020

Brynjudalsá 2020

Author

Brynjudalsá 2020

Enn er smá bið í vefsöluna okkar, en verið er að uppfæra hugbúnað og gera hana notendavænni. Rétt er að benda áhugasömum á að hægt er að taka forskot á sæluna með því að senda okkur póst með óskum um daga næsta sumar. Verðskrá er óbreytt milli ára.

Monday, 06 January 2020

Styttist í að vefsalan okkar opni

Author

Styttist í að vefsalan okkar opni

Það styttist óðum í að vefsalan okkar opni þetta árið. Þar verður meðal annars að finna veiðileyfi í Brynjudalsá í Hvalfirði, Veiðisvæði Skugga, Laxá í Kjós og Grímsá í Borgarfirði.

Fyrir þá sem ekki geta beðið er bent á að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Monday, 06 January 2020

Síðustu lausu stangirnar - Hafralónsá 2020

Author

Síðustu lausu stangirnar - Hafralónsá 2020

Nú fer hver að verða síðastur að festa sér stangir í Hafralónsá í Þistilfirði sumarið 2020.

Veiðin var með miklum ágætum síðastliðið sumar, og það endurspeglast í mun meiri ásókn í veiðidaga þetta árið. Laust er hollið 24-27 júlí sem er allra besti tíminn ánni.

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 27 November 2019

Sólheimafoss gerður laxgengur

Author

Sólheimafoss gerður laxgengur

Haustið 2019 var nýr fiskvegur tekinn í notkun við Sólheimafoss í Laxá í Dölum, en Laxá er fjölmörgum veiðimönnum vel kunn fyrir mikla aflasæld á laxi. Sólheimafoss er í um 25 km fjarlægð frá sjó. Fossinn er rúmlega 4 metrar að hæð, en ákjósanleg búsvæði til laxahrygningar og uppeldis á ungviði auk veiðistaða er að finna ofan hans. Þannig er talið að um 6 km búsvæði opnist ofan við fossinn sem geti aukið framleiðslugetu vatnasvæðisins um 15 – 20% þegar að landnámi lax er lokið.

Fiskvegurinn var hannaður af Vífli Oddssyni verkfræðingi en Vífill hefur hannað fjölmarga fiskvegi hérlendis. Framkvæmdina annaðist fyrirtækið Kolur í Búðardal og var fiskvegurinn útbúinn með því að móta klöppina með fleyg og þannig búin til þrep 2 -2,5 m að lengd með 50 cm hæðarmun. Með þessu móti ber minna á fiskveginum í umhverfinu miðað við steypta fiskvegi og umhverfi við Sólheimafoss er minna raskað en ella. Lax fór strax að ganga fossinn haustið 2019 og framkvæmdin virðist hafa gengið að óskum.

Nú hafa verið reistir á bilinu 75-80 fiskvegir í íslenskum straumvötnum sem opnað hafa um þriðjung af því búsvæði sem opið er fyrir lax og aðra göngufiska á Íslandi. Sambærilegar framkvæmdir hafa því haft mikil áhrif á stofnstærð laxa á Íslandi.

Wednesday, 27 November 2019

Laxá í Dölum - 40% stórlaxahlutfall

Author

Laxá í Dölum - 40% stórlaxahlutfall

Laxá í Dölum gaf um 750 laxa í sumar sem leið á 4-6 dagsstangir.

Þetta er nokkuð fyrir neðan meðalveiði Laxár, en líkt og annarsstaðar á suður- og vesturlandi var skortur á smálaxagöngum. Gleðitíðindin eru hins vegar þau að nógur stórlax var í Laxá í sumar, og var hlutfall þeirra af veiddum fiski um 40%. Þetta er með því hæsta sem gerist á landsvísu og sýnir svo ekki um villst að þessi perla í Dölunum getur verið sannkölluð stórlaxakista sé vel um hana gengið. Fjöldi stórlaxa hefur aukist gríðarlega allt frá árinu 2014 þegar farið var í auknar verndunaraðgerðir.

Thursday, 07 November 2019

Veiðisvæði Skugga fyrir landi Hvítárvalla

Author

Veiðisvæði Skugga fyrir landi Hvítárvalla

 

Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin. Veiðisvæðið kennt við "Skugga” afmarkast frá gömlu Hvítarbrúnni að og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.

Veiðisvæði Skuggi hefur verið lokað hinum almenna veiðimanni áratugum saman, og var svæðið nýtt af þröngum hópi leigutaka. Nú verður breyting á og fara veiðileyfi nú á almennan markað líkt og í Grímsá sjálfri, en Hreggnasi hefur verið leigutaki Grímsár um langt skeið.

Svæðið er nokkuð víðfemt, og er það enginn eftirbátur annara þekktra veiðisvæða í Hvítá nema síður sé. Um svæðið gengur lax og sjóbirtingur, ekki aðeins á leið sinni í Grímsá, heldur einnig lax úr öðrum stofnum í ofar á vatnasvæðinu.

Við Skugga eru tvö veiðihús og er veiðisvæðið mun lengra en önnur hefðbundin
vatnamótasvæði Hvítár. Veitt á fjórar dagsstangir og verður einvörðungu leyft að veiða með fluguveiðitækjum.

Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu okkar á allra næstu dögum.

Thursday, 07 November 2019

Laxá í Dölum 2020

Author

Laxá í Dölum 2020

Þrátt fyrir lélegt laxveiðisumar þá stóð Laxá í Dölum fyrir sínu, og skilaði einni hæstu meðalveiði á stöng á landsvísu. Að auki lítur út fyrir að áin sé með eina hæstu meðalvigt veiddra laxa á Vesturlandi. Við eigum tvær stangir lausar um miðjan ágústmánuð sumarið 2020. 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 19 June 2019

Fyrsti laxinn úr Grímsá 2019

Author

Fyrsti laxinn úr Grímsá 2019

Grímsá í Borgarfirði var opnuð nú í morgunsárið. Fyrsti lax sumarsins kom eftir aðeins nokkur köst, tveggja ára hrygna sem fékkst í Strengjunum ofan Fossatúns. Það er ágætis vatn í ánni, en frekar kalt í norðanáttinni. Slangur af laxi virðist genginn í ána, og ólíkt fyrra ári er hann genginn fram Laxfoss. Útlitið er því með ágætum í Lundarreykjadal.

Tuesday, 18 June 2019

Opnun Laxár í Kjós

Author

Opnun Laxár í Kjós

Veiði hófst í Laxá í Kjós þann 15 júní. Ótrúlegir þurrkar hafa leikið Vesturlandið grátt og er Laxá engin undantekning á því. Veiði hófst með fjórum stöngum í 23 stiga lofthita og litlu vatni. Fyrsta daginn misstust tveir tveggja ára laxar og þannig hófst dagur tvö einnig. Undir hádegið náðist þó loks sá fyrsti á land, 82cm fiskur úr Klingenberg. Í kjölfarið kom svo á land smálax úr Laxfossi.

Ef eitthvað er þá er meiri lax en á sama tíma í fyrra. En skilyrði eru ákaflega slæm og ljóst er að ef ekki fer að rigna þá verður ástandið án fordæma

[12 3 4  >>