Veiðifélagið Hreggnasi ehf var stofnað árið 2000 af Jóni Þór Júlíussyni og Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði með eitt veiðisvæði en í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fjölbreitta kosti víðsvegar um landið, Hafralónsá, Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá, Laxá í Dölum, Svalbarðsá, auk veiðisvæða erlendis.
Viðskiptavinir Hreggnasa eru innlendir jafnt sem erlendir veiðimenn, og á komandi sumri eru erlendir viðskiptavinir félagsins á fjórða hundrað talsins.
Eitt af markmiðum félagsins er að tryggja verndun laxastofna og hefur Hreggnasi lagst í ýmsar framkvæmdir á sínum svæðum til að tryggja jafnt góða veiði sem og sjálfbærni veiðisvæða. Veiðifélagið Hreggnasi reið á vaðið með friðanir á stórlaxi eftir áskoranir Veiðimálastofnunar og var Grímsá fyrsta áin til þess að banna algerlega dráp á stórlaxi í Borgarfirði.